fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Gat ekki sagt óléttri eiginkonunni frá leyndarmálinu

Fókus
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 13:30

Mark Ruffalo hefur átt góðu gengi að fagna á síðustu árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Mark Ruffalo hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár og er hann tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Poor Things.

Ruffalo, sem er 56 ára, hefur opnað sig um það þegar hann greindist með heilaæxli fyrir um tuttugu árum en á þeim tíma var eiginkona hans, Sunrise Coigney, ólétt.

Ruffalo segist ekki hafa haft það í sér að segja Coigney frá tíðindunum meðan hún bar barn þeirra undir belti. Hann lét að lokum til leiðast og rifjar Ruffalo upp að í fyrstu hafi hún haldið að hann væri að grínast en svo brotnað niður. „Hún sagði við mig að hún hefði alltaf vitað að ég myndi deyja ungur.“

Sem betur fer var æxlið í höfði leikarans góðkynja og var það fjarlægt með skurðaðgerð. Hann glímir þó enn við eftirköstin því hann varð fyrir óafturkræfum heyrnarskaða á öðru eyra og heyrir ekkert með því.

Frásögn Ruffalo af því hvernig það kom til að hann greindist vekur athygli. Hann glímdi við sýkingu í eyranu og nótt eina dreymdi hann óvenjulegan draum þess efnis að hann væri með heilaæxli.

„Ég bara var fullviss um að ég væri með heilaæxli,“ segir Ruffalo sem fór til læknis strax daginn eftir og sagði lækninum frá draumnum. Læknirinn sagði að líkurnar á að hann væri með heilaæxli væru litlar sem engar. Hann samþykkti þó að senda hann í heilaskanna – til að sýna honum hversu klikkaður hann væri.

Ekki löngu síðar kom niðurstaðan og segir Ruffalo að læknirinn hafi verið eins og uppvakningur þegar hann sagði honum tíðindin. „Þú ert með þykkildi á stærð við golfbolta fyrir aftan eyrað. Við getum ekki sagt þér hvort það sé góðkynja eða illkynja fyrr en við tökum sýni úr því.“

Ruffalo jafnaði sig fljótt og vel eftir aðgerðina og vonast eftir því að vinna sín fyrstu Óskarsverðlaun í mars næstkomandi.

Hann hefur þrisvar áður verið tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki, fyrst árið 2011 fyrir myndina The Kids Are All Right, svo árið 2015 fyrir myndina Foxcatcher og svo árið 2016 fyrir myndina Spotlight.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram