Newport County sem leikur í neðri deildum Englands tekur á móti Manchester United í enska bikarnum á sunnudag í leik sem gæti orðið áhugaverður.
Leikmenn Manchester United eru vanir öllu því besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða en það verður ekki raunin hjá Newport.
Klefinn fyrir gestaliðið er kominn til ára sinna og þar er lítið fyrir pláss fyrir leikmenn United sem margir hverjir líta stórt á sig.
Leikmenn og forráðamenn Newport vona vafalítið að aðstæður hjá félaginu verði til þess að pirra leikmenn United.
Klefann hjá Newport sem leikmenn United þurfa að nota má sjá hér að neðan.
@dailymailsport Newport County welcome Man Utd to Rodney Parade this weekend, THIS is where they will change 👀🏴 #mufc #manutd #manchesterunited #newportcounty #newport #facup #fyp #dailymail ♬ original sound – Daily Mail Sport