Hákon Rafn Valdimarsson er að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford samkvæmt frétt Telegraph í dag.
Það er Mike McGrath, blaðamaður Brentford, sem greinir frá þessu en Hákon er landsliðsmarkvörður Íslands og er samningsbundinn Elfsborg.
Markmaðurinn átti frábært tímabil með Elfsborg í efstu deild í Svíþjóð og var valinn besti markmaður leiktíðarinnar.
McGrath segir að Hákon gangi endanlega í raðir Brentford og mun þar berjast við bæði Mark Flekken og Thomas Strakosha um byrjunarliðssæti.
Hákon var orðaður við þónokkur stórlið og má nefna Aston Villa og Celtic en útlit er fyrir að hann endi í London.
Talið er að Brentford borgi rúmlega þrjár milljónir evra fyrir Hákon sem er 22 ára gamall.
Brentford have agreed a fee for Iceland goalkeeper Hákon Valdimarsson. Swedish sources say the highly rated 22-year-old is set to move from Elfsborg to the Gtech Community Stadium on a permanent deal. More on @TeleFoot #BrentfordFC #Elfsborg
🐝🧤⚽️🇮🇸🇸🇪🥅🐝
— Mike McGrath (@mcgrathmike) January 24, 2024