fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Bergþór orðlaus yfir bruðlinu og nefnir dæmi: „Hafa menn ekk­ert betra við pen­ing­ana að gera?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pen­ing­un­um er hrein­lega eytt í vit­leysu,“ segir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar gagnrýnir Bergþór það stjórnleysi sem hann segir ríkja þegar kemur að ríkisútgjöldum og þá virðist engu skipta hvort upphæðirnar séu stórar eða smáar.

„Mig lang­ar til að nefna hér tvö lít­il dæmi þar sem rétt er að ef­ast um að mönn­um sé sjálfrátt og velta því upp um leið hvort virðing­ar­leysið gagn­vart skatt­fé sé orðið al­gert,“ segir Bergþór sem nefnir fyrst kaup ríkisins á upprunavottorðum fyrir 100 milljónir króna á ári, en Viðskiptablaðið sagði frá því á dögunum.

„Hver tek­ur svona ákvörðun? Hvers vegna ætti ís­lenska ríkið að kaupa slík af­láts­bréf þegar all­ir vita að ís­lenska ork­an er eins græn og hún get­ur verið? Hafa menn ekk­ert betra við pen­ing­ana að gera,“ spyr hann.

Peningarnir fara í vitleysu

„Næst verð ég að nefna gott dæmi úr fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir 2024 en þar er sér­stak­ur út­gjaldaliður sem ber heitið „Flutn­ing­ur Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Hvassa­hraun“. Er sem sagt hálf­gjaldþrota Reykja­vík­ur­borg að henda tug­um millj­óna í flutn­ing Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Hvassa­hraun? Völl­ur­inn er bara alls ekki á leiðinni þangað – á því svæði hafa menn nú um stund­ir meiri áhyggj­ur af hraun­flæði en flugskil­yrðum,“ segir Bergþór í grein sinni.

Hann segir að þetta séu ekki stærstu töl­urn­ar í fjár­lög­um eða fjár­hags­áætl­un rík­is og borg­ar, en ákv­arðan­irn­ar sýni glögg­lega hvað fáir taka til varna fyr­ir fólkið og fyr­ir­tæk­in í þessu landi. Pen­ing­un­um sé hrein­lega eytt í vit­leysu.

„Fyr­ir­staðan gagn­vart nýj­um skött­um og gjöld­um er sömu­leiðis eng­in, hvert sem litið er. Alls staðar eru tæki­færi til „tekju­öfl­un­ar rík­is­ins“ en þær krón­ur eru auðvitað tekn­ar úr vasa skatt­greiðand­ans,“ segir hann og nefnir dæmi um nýjan skatt til að byggingar varnargarðs.

„Fjár­málaráðherr­ann nú­ver­andi sagði skatt­inn tíma­bund­inn en nú er ljóst sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­um for­sæt­is­ráðherra að þessi skatt­ur er kom­inn til að vera. Og við vit­um öll hver ræður á þessu stjórn­ar­heim­ili,“ segir Bergþór sem heldur áfram gagnrýni sinni.

Vantar tengsl við raunveruleikann

„Að end­ingu horf­ir þessi rík­is­stjórn með blinda aug­anu á út­lend­inga­mál­in – milli þess sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins slær um sig með dig­ur­barka­leg­um yf­ir­lýs­ing­um sem all­ir vita að eng­in inni­stæða er fyr­ir að fram­kvæma. En í mála­flokk­inn fara svo 15 millj­arðar, eða 15 þúsund millj­ón­ir úr vös­um skatt­greiðenda, bara á þessu ári. Það get­ur seint tal­ist eðli­legt hjá svo lít­illi þjóð?“

Bergþór segir þetta allt saman bera að sama brunni. Ríki og borg fari ekki vel með þá fjármuni sem teknir eru af heimilum og fyrirtækjum landsins.

„Við vin­ir skatt­greiðenda mun­um þó áfram standa vakt­ina og spyrna við fót­um í þingsal og ann­ars staðar. Það vant­ar allt aðhald í rík­is­rekstri, það vant­ar alla skyn­semi í stærstu mála­flokka stjórn­valda og það vant­ar ein­fald­lega á köfl­um öll tengsl við raun­veru­leik­ann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“