fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Chelsea slátraði Boro og bókaði sér farmiða á Wembley

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 21:52

Palmer var sjóðandi heitur í leiknum. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir mjög óvænt tap gegn Middlesbrough í fyrri leiknum í undanúrslitum enska deildarbikarsins, þá bauð liðið upp á sýningu á Stamford Bridge í kvöld.

Boro varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fimmtán mínútna leik en Enzo Fernandez, Axel Disasi og Cole Palmer bættu við mörkum áður en fyrri hálfleikur var á enda.

Palmer skoraði einnig fimmta mark leiksins áður en Noni Madueke bætti við sjötta markinu og þar við sat hjá Chelsea en Morgan Rogers lagaði stöðuna fyrir gestina í lokin. 6-1 sigur staðreynd.

Chelsea vann því samanlagt 6-2 sigur og er komið með farmiða á Wembley í næsta mánuði.

Það kemur í ljós á morgun hvort það verði Fulham eða Liverpool sem mæta þeim í úrslitum en Liverpool er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“