fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

75% Bandaríkjanna í hættu vegna jarðskjálfta

Pressan
Sunnudaginn 28. janúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 75% Bandaríkjanna eru á hættusvæði varðandi jarðskjálfta sem geta valdið tjóni. Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS skýrir frá þessu og sýnir þessi svæði á nýju korti.

Vísindamenn stofnunarinnar komust að þessari niðurstöðu með því að nota líkan til að búa til jarðskjálftakort. Það sýnir að milljónir Bandaríkjamanna búa á svæðum þar sem jarðskjálftar geta valdið tjóni. Meðal þessara svæða eru þekkt jarðskjálftasvæði á borð við Los Angeles, San Francisco, Portland og Seattle en einnig borgir á borð við Salt Lake City og Memphis.

Live Science segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að í 37 ríkjum hafi orðið jarðskjálftar upp á meira en 5 á síðustu 200 árum.

Þessar nýju upplýsingar koma að gagni við að uppfæra líkurnar á að hættulegir skjálftar ríði yfir virk jarðskjálftasvæði í Alaska og Kaliforníu. Þær varpa einnig ljósi á líkurnar á að öflugir skjálftar ríði yfir til dæmis Washington D.C., Philadelphia, New York og Boston.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Earthquake Spectra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum