Vísindamenn stofnunarinnar komust að þessari niðurstöðu með því að nota líkan til að búa til jarðskjálftakort. Það sýnir að milljónir Bandaríkjamanna búa á svæðum þar sem jarðskjálftar geta valdið tjóni. Meðal þessara svæða eru þekkt jarðskjálftasvæði á borð við Los Angeles, San Francisco, Portland og Seattle en einnig borgir á borð við Salt Lake City og Memphis.
Live Science segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að í 37 ríkjum hafi orðið jarðskjálftar upp á meira en 5 á síðustu 200 árum.
Þessar nýju upplýsingar koma að gagni við að uppfæra líkurnar á að hættulegir skjálftar ríði yfir virk jarðskjálftasvæði í Alaska og Kaliforníu. Þær varpa einnig ljósi á líkurnar á að öflugir skjálftar ríði yfir til dæmis Washington D.C., Philadelphia, New York og Boston.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Earthquake Spectra.