fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Börn sem búa nærri grænum svæðum eru með sterkari bein

Pressan
Laugardaginn 27. janúar 2024 15:30

Græn svæði hafa góð áhrif á börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn, sem búa nærri grænum svæðum, eru með mun sterkari bein en þau sem ekki búa nærri grænum svæðum. Þetta getur skipt miklu máli varðandi heilsufar fólks alla ævi.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn The Guardian. Rannsóknin leiddi í ljós að börn, sem búa á svæðum þar sem er 20-25% meira af grænum svæðum, eru með sterkari bein en þau börn sem búa við minna úrval grænna svæða. Svarar munurinn til hálfs árs eðlilegs vaxtar.

Rannsóknin, sem er sú fyrsta þessarar tegundar, leiddi einnig í ljós að 65% minni líkur eru á að þau börn, sem búa nærri grænum svæðum, glími við mjög litla beinþéttni.

Styrkur beinanna vex á æskuárunum og fullorðinsárunum en nær hámarki um fimmtugt og fer síðan dvínandi eftir það.

Með því að stækka græn svæði og bæta aðgengi barna að þeim er því hægt að koma í veg fyrir beinbrot og beinþynningu þegar fólk verður gamalt. Engin munur var á kynjunum varðandi áhrif þess að búa nærri grænum svæðum.

Tengsl grænna svæða og sterkari beina er líklega afleiðing þess að börn, sem búa nærri grænum svæðum, hreyfa sig meira því þau hafa góða aðstöðu til þess. Þetta örvar beinvöxtinn.

Bestu áhrifin eru ef grænu svæðin eru með trjám og telja vísindamenn hugsanlega skýringu á því vera að þau séu þá eftirsóknarverðari til að heimsækja.

Vísindamennirnir rannsökuðu einnig hvort skjátími, vítamínneysla og neysla mjólkurafurða hefði áhrif en þau reyndust ekki mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær