Fornleifafræðingar segja að myntin sé sjaldgæf sönnun fyrir því að mynt hafi verið notuð í hinni fornu Júdeu.
Myndin var gerð á sjöttu eða fimmtu öld fyrir Krist en þá fóru Persar með völd á svæðinu. Áður hafa aðeins nokkrar myntir frá þessum tíma fundist.
Umrædd mynt var vísvitandi skorin í tvennt, líklega svo hægt væri að nota helmingana sem þyngdar sinnar virði í silfri.
Live Science segir að í tilkynningu frá ísraelskum fornmunayfirvöldum sé haft eftir Robert Kool, myntsérfræðingi, að myntin hafi verið slegin fljótlega eftir að byrjað var að nota mynt.
Svæðið, þar sem myntin fannst, var strjálbýlt svæði í hinu forna konungsríki Júdeu. Höfuðborgin var Jerúsalem. Líklega settist fólk að á svæðinu á sjöundu öld fyrir Krist.
Fornleifafræðingar fundu einnig leifarnar af „fjögurra herbergja húsi“ en slík hús voru algeng á þessum tíma.