fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Munurinn á lífslíkum kynjanna fer minnkandi um allan heim

Pressan
Sunnudaginn 28. janúar 2024 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greining á gögnum um dánartíðni í rúmlega 190 ríkjum bendir til að munurinn á lífslíkum kynjanna fari minnkandi. Í heildina lifir fólk um allan heim lengur en forfeður okkar gerðu.

Live Science segir að besta útkoman í greiningunni hafi verið í Norður-Ameríku, Evrópu, Japan, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Í þessum ríkjum voru lífslíkur kvenna 77,17 ár árið 1990 en karlar gátu búist við að lifa í 72,23 ár. 2010 voru lífslíkur kvenna komnar í 83,10 ár og karla 78,37 ár. Hafði munurinn á milli kynjanna því minnkað örlítið, um 0,2 ár.

David Atance, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að munurinn fari minnkandi vegna þess að lífslíkur karla aukist hraðar en kvenna.

Vísindamennirnir spá því að 2030 verði meðallífslíkur kvenna 86,54 ár og karla 83,13 ár.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PLOS One. Gögnin, sem vísindamennirnir notuðu, komu frá mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu