Leikmenn Manchester United fengu gott frí í síðustu viku og svo virðist sem flestir leikmenn félagsins hafi valið það að fara í frí til Dubai.
Þar mátti sjá Harry Maguire sem mætti meðal annars á tónleika hjá Ed Sheeran í borginni þar sem peningar flæða um allt.
Diogo Dalot hægri bakvörður liðsins var mættur í borgina og þar var einnig fyrirliði liðsins, Bruno Fernandes með sini fjölskyldu.
Casemiro og Lisandro Martinez voru á svæðinu, þar var einnig Luke Shaw sem fékk þó ekki að koma með út að borða.