fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þýski varnarmálaráðherrann segir að Rússar ráðist hugsanlega á NATO „innan fimm ára“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 06:33

Rússneskir hermenn við æfingar á Krím. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar gætu ráðist á NATO innan fimm ára að sögn Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands. NATO virðist vera að undirbúa sig undir stríð, eða í það minnsta að sýna Rússum mátt sinn, því nú verður efnt til stærstu æfingar bandalagsins áratugum saman. 90.000 hermenn taka þátt í henni.

Í samtali við Der Tagesspiegel sagði Pistorius að það sé mat sérfræðinga að Rússar gætu ráðist á NATO á næstu fimm til átta árum. „Við heyrum hótanir frá Kreml daglega, svo við verðum að reikna með að Pútín ráðist hugsanlega á NATO einhvern daginn,“ sagði hann.

Hann sagði það sé ólíklegt að það gerist núna en hafa verði í huga að við stöndum frammi fyrir hernaðarógn sem hefur ekki sést í Evrópu í 30 ár: „Við sjáum þetta í innrás Rússa í Úkraínu. Við heyrum hótanir frá Kreml næstum daglega, nú síðast gegn vinum okkar í Eystrasaltslöndunum.“

Pistorius setti þessa aðvörun sína fram sama dag og Rob Bauer, aðmíráll og formaður hermálanefndar NATO, hvatti fólk til að vera undir átök búið, átök sem munu breyta lífi þess á afgerandi hátt.

„Við verðum að átta okkur á að það er ekki gefið að friður ríki. Þess vegna erum við (herir NATO, innsk. blaðamanns) að undirbúa okkur undir átök við Rússa,“ sagði hann meðal annars.

Næstu mánuði mun heræfingin Steadfast Defender 24 standa yfir víða í Evrópu. 90.000 hermenn taka þátt í henni. Markmiðið með henni er að sýna að bandalagið geti varið yfirráðasvæði sitt allt að rússnesku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis