fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hún er ríkasta kona heims en þú hefur líklega aldrei heyrt um hana

Pressan
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 07:00

Francoise Bettencourt Meyers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2020 hafa dollaramilljarðamæringar heimsins, það eru þeir sem eiga einn milljarð dollara eða meira, aukið ríkidæmi sitt svo um munar eða um 34%. Í þessum hópi eru 2.565 manns, aðallega karlar. Af þeim 100 ríkustu, eru aðeins 13 konur.

Eftir því sem fram kemur í nýlegri skýrslu Oxfam-samtakanna þá hafa hinir ofurríku orðið enn ríkari síðan 2020 á sama tíma og fátækustu fimm milljarðar jarðarbúa eiga fullt í fangi með að hafa í sig og á.

Ríkasti maður heims er Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, Tesla og SpaceX. Í öðru sæti er Jeff Bezoz, stofnandi netverslunarrisans Amazon. Í þriðja sæti er Bernard Arnault, forstjóri Louis Vuitton. Þar á eftir kemur Bill Gates, stofnandi Microsoft og þar á eftir Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook.

En konu er ekki að finna fyrr en í þrettánda sæti listans og er hún um leið ríkasta kona heims. Þetta er hin franska Francoise Bettencourt Meyers. Hún er barnabarn Eugéne Schueller, stofnanda L‘Oréal, og á í dag þriðjung fyrirtækisins sem er stærsta snyrtivörufyrirtæki heims.

Hún varð á síðasta ári fyrsta konan til að eiga auðæfi upp á meira en 100 milljarða dollara. Auður hennar hefur þó skroppið aðeins saman síðan og er nú metinn á 97,8 milljarða dollara.

En þrátt fyrir að hún sé ríkasta kona heims, þá liggja upplýsingar um hana ekki á lausu. Hún er sögð gæta vel að einkalífi sínu og halda því fjarri sviðsljósinu. BBC segir þó að hún sé þekkt fyrir að spila á píanó í margar klukkustundir daglega. Hún hefur einnig skrifað tvær bækur um biblíuna og gríska guði. Hún gaf 230 milljónir dollara til endurbyggingar Notre Dame kirkjunnar í París sem skemmdist mikið í eldsvoða fyrir nokkrum árum.

Þrátt fyrir að auður hennar hafi skroppið aðeins saman frá því er best lét þá er langt á milli hennar og næstríkustu konunnar. Sú heitir Alice Walton og er erfingi að bandaríska Walmart-veldinu. Hún er í nítjánda sæti listans með auð upp á 71,2 milljarða dollara.

Þriðja ríkasta konan er í tuttugasta sæti listans en það er Julia Flesher Koch, sem, ásamt börnum sínum, erfði eiginmann sinn David Koch.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær