fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Pútín undirritaði „stórhættulega“ tilskipun – Getur haft víðtækar afleiðingar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 04:23

Pútín er væntanlega brjálaður yfir þessu. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, skrifaði nýlega undir tilskipun sem getur haft víðtækar afleiðingar. Það er aðallega eitt atriði í tilskipuninni sem gerir hana hugsanlega stórhættulega.

Samkvæmt tilskipuninni þá ætla Rússar að byrja að skrá og tryggja sér lagalegan eignarrétt á eignum sem þeir telja tilheyra Rússlandi en eru utan landsins. Þetta geta til dæmis verið kirkjur eða óðalsbýli sem voru upphaflega reist af Rússum eða fyrir fjármagn frá Rússlandi.

„Rússland mun setja fjármagn í leit, skráningu og lagalega vernd fasteigna erlendis, þar á meðal frá tíma Sovétríkjanna og rússneska heimsveldisins,“ segir ríkisfréttastofan Tass um nýju tilskipunina.

Samkvæmt tilskipuninni á að leita að eignum á svæðinu sem tilheyrði rússneska heimsveldinu sem teygði sig allt frá Norður-Ameríku til Finnlands og Austur-Evrópu frá 1721 fram að rússnesku byltingunni 1917. En einnig á að leita að eignum í löndum sem voru hluti af Sovétríkjunum fram að hruni þeirra 1991.

Í tilskipuninni er tekið fram að til dæmis verði leitað að eignum í Alaska, Úkraínu, Finnlandi og þeim ríkjum sem áttu aðild að Varsjárbandalaginu.

Í upphafi beinist verkefnið að því að skrá eignir en einnig um að grafa upp nauðsynleg skjöl varðandi eignarhaldið.

Spurningin er síðan hvort Rússar muni reyna að ganga alla leið og tryggja sér eignarrétt á umræddum fasteignum. Ef svo fer, þá munu þeir örugglega lenda upp á kant við marga, þar á meðal stórveldi. Þeir gætu lent upp á kant við Kínverja og Bandaríkjamenn.

Alaska tilheyrði Rússlandi fram til 1867 þegar Bandaríkin keyptu svæðið af þeim fyrir 7,2 milljónir dollara. Kaupsamningurinn þótti mjög hagstæður fyrir bæði ríkin á sínum tíma. Nokkur fjöldi bygginga í Alaska er allt frá tímanum fyrir kaup Bandaríkjanna á ríkinu.

Afríka er einnig nefnd til sögunnar sem svæði þar sem leita á að eignum.

En það er síðan annað mál hvort Rússar geri alvöru úr því að leita að fasteignum erlendis. Hugsanlega er tilskipunin bara svar við refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. Tilskipunin getur einnig verið hluti af draumi Pútíns um að endurreisa stórt og sterkt Rússland. Hann hefur meðal annars líkt sjálfum sér við Pétur Mikla sem var zar í Rússlandi frá 1682 til 1725. Hann sölsaði stór landsvæði við Eystrasalt undir sig og stofnaði Sankti Pétursborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó