Fyrirsætan Kate Moss endurskapaði eitt þekktasta atriði leikkonunnar Marilyn Monroe, úr kvikmyndinni Gentleman Prefer Blondes frá 1953, í nýrri og glæsilegri herferð snyrtivörumerkisins Charlotte Tilbury.
Í senunni syngur Monroe um að demantar séu bestu vinir kvenna (e. Diamonds Are a Girl’s Best Friend) klædd í bleikan satínkjól og með fjölda karlkyns aðdáenda sér við hlið.
Og 70 árum siðar hefur Kate Moss endurskapað útlit sitt fyrir nýju herferðina. Moss, sem varð fimmtug í síðustu viku, klæðist stuttum bleikum kjól, svipuðum þeim og Monroe klæddist, með hanska og hárið í stíl sjötta áratugarins. Moss ber skartgrip og leikur eftir senu Monroe.
Fyrirsætan Jourdan Dunn og leikkonan Michaela Jaé Rodriguez taka einnig þátt í herferðinni.
Söngkonan Madonna stældi einnig senu Monroe í tónlistarmyndbandi sínu við lagið Material Girl árið 1985.