fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Moss endurskapaði eina þekktustu senu Marilyn Monroe

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 17:33

Kate Moss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Kate Moss endurskapaði eitt þekktasta atriði leikkonunnar Marilyn Monroe, úr kvikmyndinni  Gentleman Prefer Blondes frá 1953, í nýrri og glæsilegri herferð snyrtivörumerkisins Charlotte Tilbury.

Kate Moss

Í senunni syngur Monroe um að demantar séu bestu vinir kvenna (e. Diamonds Are a Girl’s Best Friend) klædd í bleikan satínkjól og með fjölda karlkyns aðdáenda sér við hlið. 

Og 70 árum siðar hefur Kate Moss endurskapað útlit sitt fyrir nýju herferðina. Moss, sem varð fimmtug í síðustu viku, klæðist stuttum bleikum kjól, svipuðum þeim og Monroe klæddist, með hanska og hárið í stíl sjötta áratugarins. Moss ber skartgrip og leikur eftir senu Monroe.

Fyrirsætan  Jourdan Dunn og leikkonan Michaela Jaé Rodriguez taka einnig þátt í herferðinni. 

Jourdan Dunn
Michaela Jaé Rodriguez
Vinkonurnar Moss og Tilbury

Söngkonan Madonna stældi einnig senu Monroe í tónlistarmyndbandi sínu við lagið Material Girl árið 1985.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram