Hamza Choudhury miðjumaður Leicester City var stöðvaður af lögreglunni snemma á föstudagsmorgun og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Choudhury neitaði að blása í áfengismæli og var sökum þess handtekinn á staðnum.
Choudhury er 26 ára gamall en hann hefur verið kærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis, að keyra án þess að virða stöðvanir og að neita að blása í áfengismælinn.
Choudhury er laus gegn tryggingu en hann kemur fyrir dómara í næsta mánuði þegar hann þarf að svara til saka.
Ölvun Choudhury og akstur hans hafði enginn áhrif á stöðu hans í Leicester en hann var í byrjunarliði liðsins gegn Ipswich í næst efstu deild í gær.
Það var aðeins þremur dögum eftir að Choudhury fékk sér í glas og fór á rúntinn, eitthvað sem gleður þjálfara og forráðamenn Leciester ekkert sérstaklega mikið.