fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Kennari sýknaður af ákæru um að hafa brotið gegn barni – „Að mati dómsins er háttsemi ákærða ekki til eftirbreytni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 16:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem starfar sem grunnskólakennari og knattspyrnuþjálfari á höfuðborgarsvæðinu var þann 19. janúar síðastliðnum sýknaður af ákæru um brot gegn barnaverndarlögum.

DV fjallaði um málið síðasta haust. Ákæran var gefin út í desember árið 2022 vegna atviks sem átti sér stað á heimili mannsins í desember árið 2019. Málið hefur dregist meðal annars vegna þess að rannsókn var felld niður í fyrstu, sá úrksurður kærður til ríkisssaksóknara og ríkissaksóknari lagði fyrir að rannsókn yrði tekin upp aftur.

Maðurinn er sakaður um að hafa beitt 11 ára dreng sem var í heimsókn hjá stjúpbarni hans ofbeldi, farið með drenginn inn í hjónaberbergi, bundið hann niður í rúm og kitlað hann. Í ákæru héraðssaksóknara er þessu lýst svo:

„…fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa í desember 2019, á heimili sínu að […], sýnt drengnum A, fæddur […], yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, er hann hljóp á eftir honum inn í svefnherbergi, læsti hurðinni, og gegn vilja hans snéri hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta, en ákærði lét ekki af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit ákærða.“

Ofbeldi eða leikur sem fór úr böndunum

Atvikum er lýst ítarlega í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Aðdragandinn var sá að drengurinn skýrði foreldrum sínum frá atvikinu nokkrum mánuðum eftir að það átti sér stað. Eftir að hafa heyrt þá frásögn leituðu foreldrarnir til barnaverndar sem síðan hafði samband við lögreglu. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins en stjúpdóttir hans kom heim með tveimur börnum. Upphófst þá kitlu- og eltingaleikur sem börnin áttu upptökin að. Svo virðist sem leikurinn hafi farið hressilega úr böndunum: „Ákærði hafi læst brotaþola inni í hjónaherbergi, bundið fætur hans og hendur fyrir aftan bak með belti úr baðslopp sambýliskonu sinnar, drengurinn legið á maganum hjá hjónarúminu og ákærði setið klofvega á brotaþola. Stúlkurnar hafi barið á hurðina að utan og viljað að ákærði opnaði. Brotaþoli hafi viljað losa sig og hrækt á ákærða sem hafi orðið reiður,“ segir í texta dómsins.

Fyrir dómi játaði kennarinn að hafa að hafa læst hurðinni, bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúminu og að hafa kitlað hann utan klæða. Hins vegar neitaði
hann því að hafa setið klofvega ofan á drengnum eftir að drengurinn hafi beðið hann um að hætta.

Segir hegðunina ekki til eftirbreytni

Framburður barnanna um atvikið var ekki samhljóða og tók einhverjum breytingum. Einnig var staðfest að börnin höfðu leikið sér á heimili kennarans eftir að atvikið átti sér stað.

Maðurinn segir að málið hafi haft gífurleg áhrif á líf sitt. Fjölskyldur barnanna tveggja hafi með markvissum hætti reynt að eyðileggja mannorð hans. Málið hafi haft slæmt áhrif á börn hans og eiginkonu sem hafi orðið fyrir aðkasti mæðra gestkomandi barnanna.

Dómari var sammála hinum ákærða um að hann hefði ekki gerst sekur um lögbrot. En í dómsniðurstöðunni segir:

„Að mati dómsins er háttsemi ákærða ekki til eftirbreytni, er hann í hita leiksins batt hendur og fætur brotaþola inni í læstu herbergi og kitlaði brotaþola. Hins vegar telur dómurinn að miðað við aðstæður allar og þá vitnisburði, sem raktir eru hér að framan, að háttsemi ákærða hafi aðeins verið í ærslaleik við brotaþola sem brotaþoli átti upptökin að, tók fullan þátt í og hafði gaman að. Aldrei hafi staðið til, né hafi ákærði beitt brotaþola yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap en samkvæmt vitnunum D og C heyrðu þær aðeins hlátur og öskur frá herberginu, sem þær sögðu hafa verið vegna þess að brotaþola kitlaði svo mikið.“

Niðurstaðan var sýkna og miskabótakröfum var vísað frá. Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“