Teymið í kringum Cristiano Ronaldo er sakað um það að vera með aðganga á samfélagsmiðlum til að níða öðrum skóinn og upphefja Ronaldo.
GOATnaldo Junction er einn af þeim aðgöngum sem erlendir miðlar gruna teymið í kringum Ronaldo vera með.
Þeir aðgangar tala máli Ronaldo og hafa sett úr færslur sem þeir hafa svo eytt. „Gullknötturinn er betri þegar þú átt hann skilið,“ sagði GOATnaldo Junction um daginn.
Lionel Messi vann þá Gullknöttinn en Ronaldo hafði gagnrýnt valið. „Þessi verðlaun eru að missa trúverðugleika,“ sagði Ronaldo á dögunum um verðlaunin.
Ronaldo er ekki talinn sjá um þess aðganga sjálfur en að fólkið í kringum hann og starfsmenn eru sagðir vera með nokkra aðganga sem tala máli Ronaldo.
Þeir sem eru í kringum Ronaldo hafa ekki viljað svara fyrirspurnum vegna málsins ef marka má Sportbible.