Chelsea er það félag á Englandi sem hefur borgað meiddum leikmönnum mest á þessu tímabili. Alls sextán leikmenn hafa meiðst og hafa þeir fengið greiddar rúmar 27 milljónir punda á meiðslalistanum.
Manchester United kemur þar á eftir en alls sautján leikmenn liðsins hafa meiðst á tímabilinu. Hefur United greitt um 3,5 milljarð króna í laun til þeirra á þeim tíma.
Leikmenn City hafa nokkrir verið í meiðslum og hefur félagið greitt 15 milljónir punda til meiddra leikmanna, munar þar mest um Kevin de Bruyne sem er launahæsti leikmaður liðsins og var lengi frá.
Tottenham hefur verið með 19 leikmenn í meiðslum á tímabilinu og hefur ekkert lið verið með fleiri leikmenn á sjúkrabekknum.
Luton hefur farið best út úr hlutunum og aðeins þrír leikmenn hafa meiðst og kostað félagið um 45 milljónir króna.