Kai Rooney, 14 ára sonur Wayne Rooney virðist vera mikið efni en hann er með samning hjá Manchester United og leikur með yngri liðum félagsins.
Kai hefur verið meiddur undanfarna mánuði en hann snéri aftur í leik gegn Leeds með U14 ára liði United.
Þar skoraði Kai tvö mörk og lagði upp tvö mörk en hann er framherji líkt og pabbi gamli.
Wayne Rooney faðir hans er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins.
Wayne er atvinnulaus þessa dagana en hann var rekinn úr starfi hjá Birmingham á dögunum eftir nokkrar vikur í starfi.