fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Játning á Snapchat dugði ekki til sakfellingar í nauðgunarmáli – Rannsókn lögreglu fær falleinkunn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 14:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. janúar síðastliðinn var maður sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir nauðgun á ungri frænku sinni, en dómurinn var birtur á vefsíðu dómstólanna í gær.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við frænku sína sem dvaldist á heimili hans ásamt vinkonu sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi notfært sér ástand stúlkunnar sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar og beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar sem frændi hennar.

Rannsókn lögreglu á málinu hófst í kjölfar bréfs sem lögreglu barst frá barnavernd sumarið 2019 en meint brot hafði átt sér stað hálfum mánuði áður. Auk þess vísaði barnavernd til gagna sem henni höfðu borist með tölvupósti. Í gögnunum var að finna lýsingu brotaþolans á brotinu og skjáskot af samskiptum við hinn ákærða eftir hinn meinta glæp. Stúlkan lýsti því m.a. í frásögn sinni hvernig hún hefði vaknað við að frændi hennar var að brjóta á henni og hélt hún í fyrstu að um annan mann væri að ræða. Snapchat-skjáskotin lýstu eftirfarandi samskiptum milli stúlkunnar og hins ákærða:

Brotaþoli: „[ávarp með fornafni ákærða] það sem gerðist um helgina er ekki í lagi“

Viðmælandi: „Nei veit það“

Brotaþoli: „[ávarp með fornafn ákærða] ég var í engu ástandi þú veist ég vildi þetta
alls ekki

Viðmælandi: „Æjj Sorry !!!! Mer liður mjöög illa yfir þessu Var ekki í ástandi heldur
þá það sé enginn afsökun“

Viðmælandi: „Mer lidur ógeðslega illa yfir þessu [tjákn: leiður gulur kall með einu
tári] er ekki svona gaur og þú veist það, geri allt til að bæta þetta !!! Angrins hef ekkert
sofið og gæfi allt til að taka þetta til baka“

Stúlkan fór hvorki á neyðarmóttöku né til lögreglu eftir atburðinn og því er ekki mörgum öðrum gögnum til að dreifa í málinu en ofangreindum Snapchat-samskiptum. Þó er þar að finna vottorð frá sálfræðingi sem stúlkan leitaði til (19 viðtöl) í kjölfar atburðarins. Í vottorði sálfræðingsins segir að allt viðmót stúlkunnar hafi bent til þess að hún fyndi fyrir verulegri vanlíðan í kjölfar meints kynferðisbrots.

Maðurinn neitaði staðfastlega sök en í heildina voru bæði talin trúverðug og samkvæm í framburði sínum. Varðandi Snapchat-játninguna þá bendir dómari á í niðurstöðu sinni að til þeirra samskipta hafi verið stofnað til að fá fram játningu frá manninum en vinkona stúlkunnar sat hjá henni þegar hún átti í spjallinu við hinn ákærða.

Maðurinn neitaði því að hafa tekið þátt í þessu Snapchat-spjalli en ekki lágu fyrir gögn frá lögreglu sem sönnuðu að hann hefði gert það. Dómarinn gagnrýnir rannsókn lögreglu harðlega:

„Verður að gera þá kröfu til lögreglu og ákæruvalds að framsetning sönnunargagna af þessum toga í máli sem þessu séu færð fram með þeim hætti að vönduð og sjálfstæð úrvinnsla gagna liggi fyrir og að ekki megi efast um réttar- og gagnaöryggi og áreiðanleika gagna í sakamáli. Slík úrvinnsla hefur hins vegar ekki farið fram á téðum skilaboðasendingum. Að þessu öllu virtu, gegn neitun ákærða, er ósannað að skilaboðin, eins og þau birtast á téðum ljósmyndum, hafi stafað frá ákærða.“

Einnig bendir dómarinn á að lögregla hafi ekki skoðað og afritað síma stúlkunnar við rannsókn málsins.

Kemst því Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að sýkna beri manninn vegna skorts á sönnunargögnum.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks