Tesla Model Y var mest seldi bíll ársins í Evrópu árið 2023 að því er fram kemur í frétt Mail Online. 254.822 bílar af þeirri tegund komu á götuna í Evrópu á síðasta ári.
Í öðru sæti yfir mest seldu bílana var Dacia Sandero með 235.893 eintök og í þriðja sæti var Volkswagen T-Roc með 206.438 nýskráningar.
Þar á eftir komu svon Renault Clio, Peugeot 208, Opel Corsa, Volkswagen Golf, Toyota Yaris Cross, Volkswagen Tugian og Skoda Octavia var svo í 10. sæti.
Í umfjöllun Mail Online kemur fram að það veki athygli að Tesla Model Y var aðeins í fimmta sæti yfir mest seldu bílana í Bandaríkjunum, þar sem bíllinn er einmitt framleiddur. Rúmlega 400 þúsund eintök af bílnum seldust þar á síðasta ári.