fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Veislurnar hans Dags kostuðu 2,2 milljónir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 07:28

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson steig sem kunnugt er úr stóli borgarstjóra í síðustu viku og í hans stað kom Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokks.

Dagur var kvaddur með virktum og voru kaffisamsæti og veisla haldin honum til heiðurs. Morgunblaðið varpar í dag ljósi á kostnað borgarinnar vegna þessa.

Samanlagður kostnaður vegna kaffisamsætis fyrir starfsmenn borgarinnar sem haldin voru á Höfðatorgi og í Ráðhúsinu nam tæpum 1,3 milljónum króna.

Á Höfðatorgi var slegið upp kaffisamsæti fyrir 200 til 300 starfsmenn og kostaði boðið 868 þúsund krónur. Í Ráðhúsinu var heildarkostnaðurinn 420 þúsund krónur en gert var ráð fyrir 80 gestum.

Þá var haldin veisla í Höfða þar sem 94 einstaklingum var boðið og var kostnaður við hana 927 þúsund krónur. Var samanlagður kostnaður við fyrrgreind veisluhöld því rúmar 2,2 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Í gær

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Í gær

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“