Daniel Gore er á leið til Port Vale á láni frá Manchester United. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Gore er 19 ára gamall miðjumaður sem þykir efnilegur og fer hann nú til Port Vale, sem spilar í ensku C-deildinni, til að fá meiri spiltíma.
Kappinn hefur komið við sögu í tveimur leikjum með aðalliði United á þessari leiktíð.
Gore hefur þegar klárað fyrri hluta læknisskoðunar hjá Port Vale en mun hann klára seinni hlutann í dag, áður en formlega verður tilkynnt um skiptin.
Port Vale situr sem stendur í átjánda sæti C-deildarinnar, 7 stigum fyrir ofan fallsvæðið.
⚪️⚫️🏴 Dan Gore, completing his loan move from Manchester United to Port Vale.
Understand final part of medical tests will take place on Tuesday, tomorrow — first part already done.
Done deal, as revealed last week. 🏁 pic.twitter.com/cytWiXKcga
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 22, 2024