fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ármann segir Krýsuvíkurkerfið vera að vakna og hraun gæti runnið að byggð í Hafnarfirði og Garðabæ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 08:00

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir að Krýsuvíkurkerfið sýni merki þess að það sé að vakna. Það geti þýtt að hraun renni að byggð í Hafnarfirði og Garðabæ. Hann segir einnig að mesta hættan í Grindavík sé vegna stórra gímalda undir manngerðu jarðlaginu í bænum. Hann telur að það muni taka eldstöðvakerfið, sem nú er virkt á Reykjanesskaga, um tíu ár að losa um alla spennu. Að því loknu sé af alvöru hægt að kortleggja þær hættur sem leynast í Grindavík og gera svæðið öruggt á nýjan leik.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Dagmálum Morgunblaðsins í dag sögn Morgunblaðsins. Í viðtalinu segir hann að mesta hættan sé inni í bænum því manngert jarðlag bregðist öðruvísi við en annað yfirborð.

„Aðalvandamálið í Grindavík núna er að hraunin, sem Grindavík er byggð á, eru búin að opna sig og þar eru gapandi gímöld. En manngerða lagið sem liggur ofan á svarar ekki eins. Við fáum ekki sprunguna alla leið til yfirborðs. Hún er þarna undir og þá tekur tíma fyrir manngerða lagið að sallast ofan í sprunguna og þá kemur holrúm í ljós. Það gerir svæðið mjög hættulegt,“ segir hann.

Hann segir að miðja eldstöðvakerfisins sé undir Eldvörpum og bíði hann eftir að þau fari að sýna aukna virkni, því það muni slakna á kerfinu við Grindavík þegar spennulosun verði við Eldvörp.

Hann segir einnig ljóst að Krýsuvíkurkerfið hafi að undanförnu sýnt merki þess að það sé að fara í gang. Úr því kerfi runnu einu hraunin sem hafa nálgast höfuðborgarsvæðið á sögulegum tíma. Þetta hraun nær inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins og sprungur samhliða kvikuinnskotum gætu valdið tjóni á innviðum að sögn Ármanns.

Hann segir að ef það gýs norðarlega í kerfinu geti hraun runnið í átt að byggð í Hafnarfirði og Garðabæ. Landris og landsig hafi mælst í Móhálsadal og gefi það til kynna að kvika sé að komast inn í kerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur