fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Úkraínumenn tortímdu fljúgandi „stjórnendum“ rússneska hersins með snilldarlegri gildru

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 04:30

Beriev A-50. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudag fyrir rúmri viku skutu Úkraínumenn niður tvær af dýrustu og mikilvægustu herflugvélum Rússa. Það gerðist yfir Asovhafi. Þetta eru Beriev A-50 ratsjárflugvél og Ilyushin Il-22M stjórnstöðvarflugvél. Rússar eiga fáar vélar af þessum tegundum og eru þær taldar skipta gríðarlegu máli fyrir stríðsrekstur þeirra í Úkraínu.

Svo virðist sem Úkraínumenn hafi lagt snilldarlega gildru fyrir Rússa og þannig náð að skjóta vélarnar niður.

Tom Cooper, austurrískur rithöfundur og hernaðargreinandi, hefur skrifað margar bækur um rússneskar herflugvélar. Hann telur að Úkraínumenn hafi lokkað vélarnar í gildru.

Hann segir að fyrsti hluti gildrunnar hafi verið virkjaður daginn áður en þær voru skotnar niður. Þá hafi úkraínskar orustuþotur, líklega af gerðinni Sukhoi Su-24 ráðist á fjölda skotmarka á Krímskaga. Þar hafi þær eyðilagt fjölda ratsjárkerfa.

Þetta gerði að verkum ratsjárkerfi Rússa á jörðu niðri voru hálf blind, sérstaklega í norðurátt þar sem landslagið á Krím er hæðótt og geta úkraínskar flugvélar leynst innan um hæðirnar sem og flugskeyti og drónar.

Rússneski herinn stóð því frammi fyrir augljósum valkosti, sem einnig fól í sér ákveðna áhættu, sem var að senda Beriev A-50 vélina, sem er venjulega yfir suðurhluta Asovhafs, lengra norður á bóginn til að dekka blinda svæðið á Krím.

Cooper segir að Ilushin Il-22 vélin, sem er með 10 manna áhöfn, hafi verið látin fylgja hinni vélinni í þessa hættuför nærri víglínunni í suðausturhluta Úkraínu.

Á gervihnattarmyndum og ratsjárupplýsingum sést að A-50 vélin var yfir bænum Berdiansk, sem er í hinu hertekna Zaporizjzja-héraði, aðeins 75 km frá víglínunni. Hún var því komin innan skotfæris fyrir Patriot-loftvarnarkerfin sem úkraínski herinn hefur komið fyrir við sunnanverða víglínuna.

Cooper segir það hafa verið afgerandi fyrir aðgerðina að Rússar fengju ekki veður af henni og að Patrio-kerfin myndum ekki vera í hættu.

Hann telur hugsanlegt að Úkraínumenn hafi notað önnur flugskeytakerfi og ratsjár til að rugla rússnesku varnarkerfin. Síðan hafi þeir skotið flugskeytum að vélunum af löngu færi. Í kjölfar þeirra fylgdu síðan flugskeyti úr Patriot-kerfunum og hæfðu vélarnar. A-50 vélinni var grandað en hin skemmdist mikið.

Strax í kjölfarið pökkuðu Úkraínumenn loftvarnarkerfunum saman og fluttu þau úr stað til að koma í veg fyrir að Rússar gætu hefnt sín.

Hér er fyrri umfjöllun DV.is um málið.

Úkraínumenn skutu niður eina mikilvægustu flugvél Rússa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“