fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Stórleikarinn hélt hann væri að fá hjartaáfall – Orsök veikinda hans var allt önnur og furðulegri

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. janúar 2024 18:51

Jamie Dornan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írski leikarinn Jamie Dornan var lagður inn á sjúkrahús á síðasta ári með einkenni hjartaáfalls eftir að hafa lent í eitruðum möðkum í golfferð hans til Portúgals.

Vinur Dornan, Gordon Smart, sem var með honum í ferðinni, var einnig fluttur með hraði á sjúkrahús eftir að hafa fundið fyrir sams konar einkennum. Smart segir frá veikindum þeirra félaga í hlaðvarpi BBC, The Good, the Bad and the Unexpected, og þar segir hann að þeir hafi fyrst talið að heilsuleysi þeirra stafaði af mikilli áfengisdrykkju kvöldinu áður. Þeim var til mikillar undrunar greint frá því einkenni veikindanna mætti rekja til þess að þeir hefðu komist í návígi við lirfur, sem geta reynst eitraðar.

Lirfurnar eru alsettir litlum hárum sem innihalda ertandi prótein sem veldur sársaukafullri ertingu í húð, augum og hálsi.

Lirfa eins og þeir félagar komumst í návígi við.

Smart segir að strax fyrsta daginn í ferðinni hafi hann fundið fyrir fiðring í vinstri hendi og handlegg, sem hann taldi að væri byrjunin á hjartaáfalli.

„Nú, ég er frekar heilbrigður maður, en þarna hugsaði: „þú ert að fá hjartaáfall“, og þegar maður hugsar það þá er maður nokkurnveginn að sannfæra sjálfan sig að maður sá að fá hjartaáfall,“ segir Smart sem var síðan útskrifaður af sjúkrahúsinu.

Þegar hann sneri aftur á hótelið sá hann vin sinn Dornan tengdan við lækningatæki.

„Jamie sagði við mig: „Gordon, um það bil 20 mínútum eftir að þú fórst dofnaði vinstri handleggur minn, vinstri fótur dofnaði líka, síðan hægri fótur og næsta sem ég vissi var að ég var kominn í sjúkrabíl,“ segir Smart.  

Dornan og Smart með vin sinn á milli sín.

Viku síðar hringdi læknirinn í Smart og sagði að einkenni þeirra vinanna gætu hafa verið af völdum eitraðra lirfa. „Og það kemur í ljós að það eru lirfur á golfvöllum í suðurhluta Portúgals sem hafa drepið hunda og valdið hjartaáfalli hjá karlmönnum á fertugsaldr. Við vorum verið mjög heppnir að komast lifandi frá þessu. Góðu fréttirnar eru þær að þetta var ekki ofskömmtun koffíns, þetta voru ekki timburmenn, þetta voru eitraðar lirfur.“

Dornan er vel kunnur konum um allan heim fyrir hlutverk hans sem Christian Grey í þremur myndum gerðum eftir samnefndum bókum E. L. James: Fifty Shades of Grey, Fifty Shades Darker og Fifty Shades Freed. Síðast lék hann í Heart of Stone, sem tekin var að hluta hérlendis og A Haunting in Venice, auk sjónvarpsþáttanna The Tourist, en Ólafur Darri Ólafsson leikur eitt aðalhlutverkanna í fyrstu þáttaröðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart