fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Svona ætlar Manchester United sér að fá 100 milljónir punda fyrir leikmennina sem hafa ekkert getað

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 08:30

Antony. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United stefnir á að fá samtals 100 milljónir punda í kassann fyrir sölur á Jadon Sancho og Antony. Evening Standard segir frá þessu.

Sancho gekk í raðir United frá Dortmund sumarið 2021 fyrir 73 milljónir punda og ári seinna mætti Antony frá Ajax fyrir rúmar 85 milljónir punda. Báðir hafa valdið miklum vonbrigðum í treyju United.

Félagið sættir sig við að það mun tapa á þessum leikmönnum en ætlar sér þó að fá 50 milljónir punda til baka fyrir hvorn. Ætlunin er að gera það með því að bjóða þá til félaga í Sádi-Arabíu, en þar er nóg til.

Sancho var lánaður aftur til Dortmund í janúar út leiktíðina en Antony er enn í herbúðum United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur