Manchester United stefnir á að fá samtals 100 milljónir punda í kassann fyrir sölur á Jadon Sancho og Antony. Evening Standard segir frá þessu.
Sancho gekk í raðir United frá Dortmund sumarið 2021 fyrir 73 milljónir punda og ári seinna mætti Antony frá Ajax fyrir rúmar 85 milljónir punda. Báðir hafa valdið miklum vonbrigðum í treyju United.
Félagið sættir sig við að það mun tapa á þessum leikmönnum en ætlar sér þó að fá 50 milljónir punda til baka fyrir hvorn. Ætlunin er að gera það með því að bjóða þá til félaga í Sádi-Arabíu, en þar er nóg til.
Sancho var lánaður aftur til Dortmund í janúar út leiktíðina en Antony er enn í herbúðum United.