Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Liverpool er í hörkutoppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og er sem stendur á toppnum. Hrafnkell er mikill stuðningsmaður liðsins en vill sjá félagið styrkja sig í janúarglugganum.
„Ég er pirraður á að það sé ekki búið að bakka Klopp upp í janúar. Það vantar sexu, hafsent, helling í þetta lið,“ sagði hann í þættinum.
„Á sama tíma sjáum við Kevin De Bruyne snúa aftur í lið City,“ skaut Helgi inn í.
Mikael tók til máls.
„Það yrði kraftaverk ef Klopp vinnur titilinn. Þá er hann að stimpla sig inn sem einn besti þjálfari sögunnar.“
Umræðan í heild er í spilaranum.