Liverpool hefur áhuga á miðjumanninum Teun Koopmeiners hjá ítalska félaginu Atalanta. La Gazzetta dello Sport segir frá.
Lærisveinar Jurgen Klopp hafa áður sýnt þessum hollenska landsliðsmanni áhuga og gera það nú á ný, en Liverpool vill sækja miðjumann í þessum glugga fyrir átökin á seinni hluta leiktíðar.
Hinn 25 ára gamli Koopmeiners hefur heillað á þessari leiktíð og er kominn með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í Serie A.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en vill auka breidd sína til að halda sér þar.