fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Stjarnan úr Blair Witch óþekkjanleg – Sneri baki við Hollywood

Fókus
Mánudaginn 22. janúar 2024 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1999 kom ein óvæntasta hryllingsmynd kvikmyndasögunnar á hvíta tjaldið en það er myndin The Blair Witch Project. Myndin var ekki ýkja dýr í framleiðslu en hún endaði á að moka inn um 30 milljörðum króna.

Myndin segir frá þremur nemendum í kvikmyndagerð, Heather Donahue, Joshua Leonard og Michael Williams, sem fara djúpt inn í skóg til að gera heimildarmynd um norn sem er sögð hafast við í skóginum. Nemendurnir komast fljótt að því að ekki er um neina flökkusögu að ræða.

Þegar myndin kom út reyndu framleiðendurnir einmitt að gera myndina og söguna eins raunverulega og þau gátu. Var myndin sögð byggjast á upptökum nemendanna og voru meira að segja ýmsir sem trúðu því að hlutirnir í myndinni hefðu gerst í raun og veru.

Óhætt er að segja að myndin hafi haft mikil áhrif á líf aðalleikkonunnar Heather Donahue en persóna hennar í myndinni hét einmitt sama nafni. Ákvað Heather að taka upp nýtt nafn og heitir hún í dag Rei Hance.

Rei, áður Heather, sagði í viðtali við GQ að þátttaka hennar í myndinni væri hennar stærsta eftirsjá í lífinu. Hún sagði að líklega yrði hennar alltaf minnst sem leikkonunnar í The Blair Witch Project og erfitt yrði að toppa þetta fyrsta alvöruhlutverk hennar. Ákvað hún því að hætta að leika og snúa sér að öðru árið 2008 eftir að hafa leikið hlutverk í hryllingsmyndinni The Morgue.

Í umfjöllun Mirror kemur fram að Rei hafi orðið viðurkenndur marijúanaræktandi eftir að hún lagði leiklistina á hilluna. Þá hefur hún tileinkað sér zen, sem í stuttu máli er form af búddisma.

Heather er löngu hætt í Hollywood.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“