fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Boða til blaðamannafundar vegna Grindavíkur – Verða þeir borgaðir út?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. janúar 2024 11:58

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 13:30 í dag en þar munu ráðherrar ræða við blaðamenn um stöðu vinnu við undirbúning aðgerða fyrir íbúa Grindavíkur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra verða viðstödd fundinn að því er fram kemur í tilkynningu.

Óvíst er hvaða aðgerðir verða kynntar en kallað hefur verið eftir því að yfirvöld borgi Grindvíkinga út og eignir þeirra verði kynntar.

Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík og fyrrverandi þingmaður, segist í samtali við Vísi telja að væntingar Grindvíkinga snúi að því að þeir verði borgaðir út.

„Það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð,“ segir hann við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Russell Brand ákærður fyrir nauðgun

Russell Brand ákærður fyrir nauðgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Njáll Torfason er látinn – Þekktur fyrir ótrúlega hæfileika

Njáll Torfason er látinn – Þekktur fyrir ótrúlega hæfileika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dregur úr skjálftavirkni eftir öflugan skjálfta í gærkvöldi

Dregur úr skjálftavirkni eftir öflugan skjálfta í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt kynferðisbrot: Tveir menn sagðir hafa tekið nauðgun upp á myndband – Níddust á ólögráða stúlku

Óhugnanlegt kynferðisbrot: Tveir menn sagðir hafa tekið nauðgun upp á myndband – Níddust á ólögráða stúlku