Anna Nurmi skrifar undir samning við Breiðablik og verður með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar.
Hún kemur frá Finnlandi og er 26 ára gömul, spilar sem bakvörður og kemur til liðsins frá Aland United þar sem hún skoraði 6 mörk í 23 leikjum á síðasta tímabili.
Hún hefur einni spilað með KuPS og TiPS í Finnlandi. Samningurinn við Önnu er til eins árs.