fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Stórleikari bregst við vafasömu myndbandi 

Pressan
Mánudaginn 22. janúar 2024 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralsi Óskarsverðlaunaleikarinn Russell Crowe hefur brugðist við fölsuðu myndbandi sem sýnir hann auglýsa fasteignir á Möltu.

Um er að ræða auglýsingu frá vafasömu fasteignafyrirtæki og segir Crowe í auglýsingunni að hann sé með stórkostlegar fréttir fyrir alla þá sem hafa íhugað að kaupa fasteign á eyjunni fögru. Kynnir hann svo til sögunnar smáforrit sem á að hjálpa fólki við þá leit.

En ekki er allt sem sýnist því um er að ræða svokallaða djúpfölsun sem þýðir að tölvutækni er notuð til að leggja honum orð í munn og líma andlit Crowe á aðra manneskju.

Crowe brást við þessu á X (Twitter) og hvatti fólk til að láta ekki glepjast.

„Þetta er í dreifingu á Möltu. Þetta er augljóslega feikað kjaftæði, ekki falla fyrir þessu,“ sagði hann við fylgjendur sína sem eru tæplega þrjár milljónir talsins.

„Blokkið þetta, tilkynnið þetta eða lítið fram hjá þessu. Ég hef aldrei notað þessa þjónustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?