Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu er í framboði til formanns KSÍ. Hann staðfesti framboð sitt á dögunum.
Þorvaldur hefur mikla reynslu sem leikmaður, þjálfari og nú síðast sem rekstrarstjóri hjá Stjörnunni.
Þorvaldur er í framboði líkt og Guðni Bergsson en ársþing KSÍ fer fram eftir rúman mánuð. Óvíst er hvort fleiri bjóði sig fram.
Þorvaldur ræðir málin í sjónvarpinu hér að ofan en einnig er hægt að hlusta á þáttinn í hlaðvarpi.