fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Fáránlegt að segjast heppin með stjórnendur eftir að yfirmaður gerðist sekur um áreitni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. janúar 2024 11:30

Halla Bergþóra Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins,“ spyr stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, Guðný S. Bjarnadóttir, í grein sem hún birtir hjá Vísi.

Tilefni skrifanna eru viðbrögð Höllu Bergþóru Björnsdóttir, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, við fimm málum sem nýlega komu upp innan embættisins sem varða meinta kynferðislega eða kynbundna áreitni lögreglumanna gegn samstarfskonum. Sagði Halla Bergþóra við það tilefni í samtali við Vísi að lögreglan væri almennt heppin með stjórnendur og starfið gangi vel, en Guðný dregur þessi ummæli fram í fyrirsögn greinar sinnar til að leggja áherslu á þá þversögn sem í þeim felst.

Eitt málið varðaði aðstoðaryfirlögregluþjóninn Margeir Sveinsson sem var sendur í leyfi eftir að lögreglukona sakaði hann um áreitni.  Hann hafði þá um nokkra hríð starfað sem yfirmaður rannsóknarsvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en eftir að hann kom úr leyfi var honum fundin önnur staða, ný staða á skrifstofu Höllu Bergþóru. Lögreglukonan sem sakaði Margeir um brotið óskaði sjálf eftir flutning á aðra starfstöð og er ekki talið að hún hafi fengið stuðning vegna málsins, hvorki frá yfirstjórn embættisins né lögreglustjóra.

Ofbeldismenning innan lögreglu

Guðný tekur fram að í máli Margeirs hafi fagráð ríkislögreglustjóra tekið tólf tilvik til skoðunar og komist að þeirri niðurstöðu að Margeir hafi í tíu þeirra orðið sekur um kynferðisofbeldi. Meðal þeirra verkefna sem heyri undir Margeir í dag sé gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Þetta sé köld tuska í andlit brotaþola. Fagráð ríkislögreglustjóra hafi gefið út skýrslu árið 2018 máli dökka mynd af menningunni innan lögreglunnar. Tíðni kynferðislegrar áreitni mældist 8 prósent og voru þolendur í langflestum tilvikum konur. Greindi jafnframt þriðjungur lögreglukvenna frá því að hafa upplifað sig sem þolendur kynferðislegrar áreitni, í flestum tilvikum af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna.

Guðný segir ljóst að ekki hafi mikið breyst frá því að skýrslan 2018 kom út. Áður hafi fagráð komist að þeirri niðurstöðu að þessa eineltis- og áreitnismenningu megi skýra með því hversu illa er tekið á slíkum málum og það sé í raun talið óhjákvæmilegur fylgifiskur af störfum innan vettvangsins að konur verði fyrir áreitni. Þolendur veigri sér við að tilkynna brot sökum ótta við gerendur, ótta við að brotin séu látin í léttu rúmi liggja og vantrú á að gripið verði til aðgerða. Brotaþolar upplifi mikið andlegt álag við að fara í gegnum tilkynningarferli sem fæli þá frá því að leggjast í þá vegferð.

„Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunnar og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem svo oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjálfrar þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku.

Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál?“

Ekki hissa

Guðný ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum þar sem hún sagði fáránlegt að svona mál séu ítrekað að koma upp innan lögreglunnar. Hins vegar er hún ekki hissa að illa sé tekið á þeim enda lögregluembættið ekki eini vinnustaðurinn sem virðist gera lítið úr þessum brotum og hlífa gerendum þess undan raunverulegum afleiðingum eða því að þurfa að sæta ábyrgð. Hins vegar sé erfitt fyrir alla brotaþola að treysta lögreglu sem láti það óátalið að aðilar sem gerst hafa sekir um kynferðislega eða kynbundna áreitni, ofbeldi eða einelti, rannsaki sjálfir brot af þessu tagi.

Halla Bergþóra gaf út tilkynningu eftir að fjallað var um að fimm mál er varði svokölluð EKKO-brot, eða einelti, kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi, hafi komið upp síðasta árið. Í öllum tilvikum hafi verið brugðist við í samræmi við reglugerð og séu málin tekin alvarlega. Halla sagðist þó ekki ætla að útskýra hvers vegna nýtt starf hafi verið búið til fyrir Margeir eða hvernig réttlætanlegt sé að þolandi í málinu hafi þurft að finna sér nýja vinnustöð, en ekki gerandinn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“