Danskir blaðamenn hrósa Gylfa Þór Sigurðssyni mikið fyrir það að hafa rift samningi sínum við Lyngby. Gylfi gerði það á dögunum og 433.is sagði fyrst allra miðla frá því í gær.
Gylfi er meiddur og er í endurhæfingu, danska félagið vonar að Gylfi mæti aftur til félagsins ef hann nær sér af meiðslunum.
Gylfi snéri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta haust eftir tveggja ára hlé, hann hafði verið að finna taktinn þegar bakslag kom í endurhæfinguna.
Freyr Alexandersson fékk Gylfi til að snúa aftur á völlinn en Freyr hætti sem þjálfari Lyngby í upphafi árs og nú hefur Gylfi rift samningi sínum.
Gylfi snéri aftur í íslenska landsliðið síðasta haust og bætti þá markametið hjá liðinu þegar hann skoraði tvö mörk í sigri gegn Liechtenstein.
„Knattspyrnumenn eru oft gagnrýndir fyrir að vera miklir egóistar en þetta mál Gylfa Þórs Sigurðssonar er andstæða þess,“ skrifar Sandro Spasojevic blaðamaður hjá Bold í Danmörku.
Spasojevic telur það vel gert hjá Gylfa að rifta samningi sínum á meðan hann er meiddur en Lyngby telur að Gylfi snúi aftur til félagsins.
„Hann hefur þénað mikið af peningum í ensku úrvalsdeildinni og og fer líklega ekki svangur að sofa, þetta er samt frábær framkoma hjá honum.“
Samkvæmt heimildum 433.is er Gylfi Þór að íhuga framtíð sína, hann er nú í endurhæfingu vegna meiðslanna og útkoman þar hefur mikil áhrif á næstu skref hans.
Fodboldspillere bliver tit skudt i skoene for at være kæmpe egoister, men denne handling fra Gylfi Sigurdsson er det stik modsatte! Selvom han har tjent gode penge i Premier League og derfor nok ikke går sulten i seng, så er det her stadig kanon god stil at ham! 👏🏼👏🏼👏🏼 #sldk https://t.co/8FefH38g61
— Sandro Spasojevic (@SandroSpaso) January 21, 2024