fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Danskur fréttamaður lofsyngur Gylfa Þór og hegðun hans – „Þetta er frábær framkoma hjá honum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir blaðamenn hrósa Gylfa Þór Sigurðssyni mikið fyrir það að hafa rift samningi sínum við Lyngby. Gylfi gerði það á dögunum og 433.is sagði fyrst allra miðla frá því í gær.

Gylfi er meiddur og er í endurhæfingu, danska félagið vonar að Gylfi mæti aftur til félagsins ef hann nær sér af meiðslunum.

Gylfi snéri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta haust eftir tveggja ára hlé, hann hafði verið að finna taktinn þegar bakslag kom í endurhæfinguna.

Freyr Alexandersson fékk Gylfi til að snúa aftur á völlinn en Freyr hætti sem þjálfari Lyngby í upphafi árs og nú hefur Gylfi rift samningi sínum.

Gylfi snéri aftur í íslenska landsliðið síðasta haust og bætti þá markametið hjá liðinu þegar hann skoraði tvö mörk í sigri gegn Liechtenstein.

„Knattspyrnumenn eru oft gagnrýndir fyrir að vera miklir egóistar en þetta mál Gylfa Þórs Sigurðssonar er andstæða þess,“ skrifar Sandro Spasojevic blaðamaður hjá Bold í Danmörku.

Spasojevic telur það vel gert hjá Gylfa að rifta samningi sínum á meðan hann er meiddur en Lyngby telur að Gylfi snúi aftur til félagsins.

„Hann hefur þénað mikið af peningum í ensku úrvalsdeildinni og og fer líklega ekki svangur að sofa, þetta er samt frábær framkoma hjá honum.“

Samkvæmt heimildum 433.is er Gylfi Þór að íhuga framtíð sína, hann er nú í endurhæfingu vegna meiðslanna og útkoman þar hefur mikil áhrif á næstu skref hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“