Jose Mourinho er mættur til Barcelona en líklega bara til þess að fara í smá frí og njóta lífsins nú þegar hann er atvinnulaus.
Mourinho var rekinn frá Roma í síðustu viku en umboðsmaður hans er á fullri ferð að reyna að finna nýtt lið.
Mourinho hefur í fjölmiðlum verið orðaður við Barcelona og Napoli síðustu daga.
Mourinho mætti svo til Barcelona um helgina og fjölmiðlar þarf höfðu gaman af því og hittu á hann.
Mourinho er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Barcelona eftir að hafa stýrt Real Madrid en Börsungar eru í krísu núna.
Mourinho svaraði engu en hann hefur ekki áhuga á tilboðum frá Sádí Arabíu eins og staðan er núna.
🚨 ¡MOURINHO está en BARCELONA! 🚨
😏 Niega tener su futuro cerrado… y OJO a la SONRISA al ser preguntado por el BARÇA.
📹 @marccnunezz pic.twitter.com/0bBS1o4fXZ
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) January 21, 2024