fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

11 ráð til að halda reisninni og bægja burtu risvanda

Fókus
Sunnudaginn 21. janúar 2024 21:48

Mynd/Deon Black hjá UnSplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagið á það til að leggja það að jöfnu að vera karlmaður og að fá holdris. Þar með ef limurinn svarar ekki kallinu þegar það kemur, geta limhafar fundið fyrir skömm. Það er náttúrulega algjörlega óþarfi. Enda holdris ekki einfalt ferli heldur byggist á því að líkaminn sé að virka, og ekki bara líkaminn heldur heilinn líka.

Holdris verður algengara vandamál eftir því sem menn verða eldri, en undanfarin ár hafa yngir og yngri karlmenn farið að glíma við vandann. Hjá þeim sem eldri eru má gjarnan rekja risvandann til starfsemi líkamans, en hjá þeim yngri er gjarnan um að ræða streitu, frammistöðukvíða eða óraunhæfar væntingar.

WebMd birti um daginn 11 ráð sem gott er að huga að, áður holdris fer að verða vandi.

1 Passaðu mataræðið

Ef matur er slæmur fyrir hjartað þitt, þá er hann ekki að fara gera lim þínum nokkurn greiða heldur. Ef maturinn er að valda stíflum eða fyrirstöðum í æðum þá er það ekki bara hjartaáfall sem fólk gæti átt í vændum. Typpi eiga erfitt með að ná reisn ef flæði blóðs þangað er takmarkað. Þetta er mataræði sem gjarnan inniheldur lítið sem ekkert af ávöxtum og grænmeti en hins vegar mikið af feitum, steiktum og unnum matvörum.

„Allt sem er slæmt fyrir hjarta karlmanns er slæmt fyrir typpið hans,“ segir læknirinn Andrew McCulloguh.

Rannsóknir benda eins til að þeir karlmenn sem fylgja svokölluðu miðjarðarhafs-mataræði eru ólíklegri til að glíma við risvanda, heldur en karlmenn sem fylgja óhollari vestrænum matarvenjum.

2 Heilbrigð líkamsþyngd

Yfirþyngd getur haft í för með sér heilsukvilla á borð við sykursýki. Sykursýkin getur svo valdið taugaskaða, þar með á þeim taugum sem sjá um starfsemi limsins.

3 Blóðþrýstingur og kólesteról

Of hátt kólesteról í blóði eða háþrýstingur geta skemmt æðar. Til dæmis æðarnar sem dæla blóði í liminn. Þar með getur háþrýstingurinn valdið því að ekki er hægt að ná upp þrýstingi þar sem vonast er eftir honum.

Mikilvægt er að fylgjast vel með þessum gildum, en til dæmis er hægt að láta mæla blóðþrýsting í apótekum. Því miður er það líka svo að lyf sem tekin eru við háþrýstingi geta komið í veg fyrir holdris. Svo það er líklega gott að koma í veg fyrir háþrýstinginn frekar en að þurfa að takast á við hann.

4 Áfengisneysla

Óhófleg áfengisdrykkja getur valdið lifraskaða, taugaskaða og fleiri kvillum. Ofdrykkja getur líka haft áhrif á jafnvægi karlhormóna og leitt til risvanda. Ekkert bendir til þess að hófleg drykkja hafi sömu áhrif, en þeir sem vilja hafa vaðið reist fyrir neðan sig vilja kannski sleppa áfenginu alfarið.

5 Líkamsrækt

Heilbrigður líkami, heilbrigður deli. Rannsóknir hafa sýnt að kyrrseta getur leitt til risvanda og eins að hlaup, sund og aðrar þolæfingar geta komið í veg fyrir risvanda. Eldri menn ættu þó að gæta þess að forðast æfingar sem setja of mikinn þrýsting á spöng þeirra, sem er svæðið milli pungsins og borunnar. Þar eru mikilvægar taugar og æðar sem betra er að kremja ekki. Svo risvandi og spinning fer ekki vel saman.

Þeir sem komast ekki hjá því að hjóla ættu að huga að því að hnakkur og hjólabuxur séu að veita spönginni smá vörn.

6 Grindabotnsæfingar

Kegel-æfingar eru ekki bara fyrir píkur. Þessar æfingar eru líka fyrir limi. Þessar æfingar felast í því að spenna vöðvana á kynfærasvæðinu og slaka þeim til skiptis. Gert rétt ætti æfingin að láta liminn skoppa lítillega. Með þessum æfingum er hægt að þjálfa vöðva sem spila hlutverk í holdrisi.

7 Hormónar

Eldri menn ættu að huga að hormónabúskap sínum, en gildi testósteróns eiga til að hrynja við 50 ára aldur. Þetta getur valdið einkennum á borð við dræma kynhvöt, geðsveiflur, lítið úthald, ákvörðunarfælni og risvanda.

8 Enga stera!

Sterar og standpínur eru erkifjendur. Þeir sem hafa misnota stera þekkja þetta vel. Sterar geta valdið því að eistun skreppa saman og eins rústað getunni til að framleiða og viðhalda testósteróni.

9 Hættu að reykja

Það er engin reisn í reykingum. Bókstaflega. Þær gera ekkert til að hjálpa typpinu þínu að hressa sig við. Reykingar hafa neikvæð áhrif á æðakerfið, lætur æðar dragast saman, og þar með mögulega komið í veg fyrir að blóðið renni suður.

10 Ekki áhættukynlíf

Stundum er gaman að prófa eitthvað villt og galið í svefnherberginu. En stundum getur það endað með ósköpum. Sum tilfelli risvanda má rekja beint til meiðsla sem typpin urðu fyrir í samförum. Sumir tala um tré sem beygjast en brotna ekki en það er betra að passa að beygja hvorki liminn né brjóta hann.

11 Slaka á

Andleg streita veldur því að adrenalín fer að streyma um líkamann. Þá herpast æðarnar saman, og þá getur verið erfitt að rísa upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“