Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Genoa í kvöld sem mætti Salernitana á Ítalíu.
Albert er besti leikmaður Genoa og hefur verið í allan vetur en hann gerði sigurmarkið í seinni hálfleik.
Salernitana er botnlið Serie A sog komst yfir í kvöld en Genoa sneri leiknum sér í vil og vann 2-1 sigur.
Albert gerði seinna markið á 58. mínútu en hann kom boltanum í netið úr vítaspyrnu.