Hann var alls ótengdur stúlkunni að sögn saksóknara í Kaliforníu sem segja að Sablan hafi játað sök í málinu og var játningin hluti af sátt um málalok. Hann verður dæmdur í að minnsta kosti 20 ára og að hámarki ævilangt fangelsi samkvæmt samningnum. Hann verður auk þess settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn. Dómurinn yfir honum verður kveðinn upp í lok október.
CNN segir að Sablan hafi hótað stúlkunni og sagst ætla að meiða hana ef hún kæmi ekki inn í bílinn hans.
Stúlkunni var bjargað eftir þrjá daga í haldi Sablan. Hann fór þá inn í þvottahús í Long Beach og nýtti stúlkan tækifærið til að útbúa skilti sem á stóð: „Hjálpið mér!“ sem hún hélt síðan úti í glugga bíls Sablan. Vegfarandi sá skiltið og hringdi umsvifalaust í lögregluna sem frelsaði stúlkuna.