fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Geymdu líkið heima hjá sér í sex ár og hirtu ellilífeyrinn

Pressan
Mánudaginn 22. janúar 2024 22:00

Mike Carroll

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Kirk og Lynn Ritter, sem búa í Kansas í Bandaríkjunum, eiga yfir höfði sér ákæru um fjársvik og þjófnað á fjármunum hins opinbera. Þau eru sögð hafa geymt lík látins ættingja heima hjá sér í sex ár og að hafa hirt ellilífeyrisgreiðslur viðkomandi í öll þessi ár.

Sky News skýrir frá þessu og segir að lögreglan hafi fundið lík Mike Carroll árið 2022 í kjölfar þess að tengdasonur hans, Kirk Ritter, hringdi til að tilkynna um andlát hans.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Mike hafði látist sex árum áður, 81 árs að aldri. Þetta var hægt að sjá með skoðun á hjartsláttartæki hans.

Lögreglan rannsakaði þetta sem morð í upphafi en að lokum komst dánardómsstjóri að þeirri niðurstöðu að Mike hefði látist af eðlilegum orsökum.

Saksóknarar telja að Kirk og Lynn, sem eru bæði 61 árs, hafi svikið um 215.000 dollara (það svarar til um 30 milljóna íslenskra króna) út, eftir andlát Mike, með því að taka ellilífeyri hans út af bankareikningi hans og nota peningana. Á sama tíma geymdu þau líkið heima hjá sér og þornaði það upp og varð eins og „múmía“.

Staðarmiðlar segja að hjónin hafi verið fjárhagslega háð Mike, hafi búið með honum og séð um hann. Þetta hafa þeir eftir ættingjum þeirra sem segja einnig að hjónin hafi alltaf verið með afsakanir á reiðum höndum um af hverjum Mike svaraði ekki í síma eða fengi gesti. Sögðust ættingjarnir því hafa talið að hann væri á lífi.

Mál þeirra verður þingfest í byrjun janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana