fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Í fullri vinnu en samt heimilislaus

Pressan
Sunnudaginn 21. janúar 2024 14:30

Mynd frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi sérmenntaðs fólks, eins og t.d. hjúkrunarfræðinga og kennara, sem er heimilislaust hefur margfaldast í Bretlandi síðan 2020. Þrátt fyrir að starfa við sitt fag ræður fólkið ekki við húsnæðiskostnað sem fer síhækkandi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Mirror.

Samkvæmt opinberum tölum eru 18.530 einstaklingar sem eru í starfi heimilislausir. Þeim hefur fjölgað um 40 prósent síðan 2020. Þar á meðal er fólk í störfum sem krefjast sérstakrar menntunar eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar.

Mirror ræddi við grunnskólakennara sem er heimilislaus.

Hann er fráskilinn faðir en í kjölfar skilnaðarins var hann svo skuldugur að það var honum óviðráðanlegt og hann hefur sofið í bílnum sínum síðustu 3 mánuði. Hann segist hafa tekið lán til að greiða húsaleigu svo hann gæti fengið börnin sín í heimsókn og hafa fullnýtt heimildir á greiðslukortum sínum til að fjármagna framfærslukostnað. Staðan hafi verið orðin svo slæm að hann hafi sleppt máltíðum til að geta keypt mat handa börnunum. Staða hans hafi verið algjörlega ósjálfbær og þess vegna hafi hann ákveðið að búa í bílnum til að skera niður framfærslukostnaðinn.

Það kemur ekki fram í hvaða borg Bretlands kennarinn býr í bílnum sínum. Hann segist leggja bílnum á ókeypis bílastæðum en fólk sé stöðugt að labba framhjá honum á nóttunni sem fylli hann ótta. Hann segist fara í sturtu á hverjum morgni í líkamsræktarstöð áður en hann mætir til vinnu. Þetta líferni takið mikið á andlega heilsu sína og hann þurfi að hafa sig allan við til að einfaldlega brotna ekki niður.

Í Emglandi einu eru um 309.000 manns heimilislaus og þar af eru 140.000 börn og hefur þeim fjölgað um 14 prósent síðan 2022. Helmingur fjölskyldna sem komið hefur verið fyrir í húsnæði sem átti aðeins að vera til bráðabirgða hefur búið þar í meira en tvö ár.

Forsvarsmaður góðgerðarsamtaka segir að fólk sem er í vinnu en samt heimilislaust eigi afar erfitt með að láta daglegt líf ganga upp. Hann segir síhækkandi framfærslukostnað og skort á húsnæði á viðráðanlegu verði helstu skýringarnar á þessari stöðu. Fólki sem glími við fátækt muni fjölga grípi stjórnvöld ekki til aðgerða eins og t.d. að byggja félagslegt húsnæði í auknum mæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga