Xavi, stjóri Barcelona, er enn vongóður að liðið geti unnið La Liga á Spáni þrátt fyrir að vera átta stigum frá toppliði Girona.
Barcelona er í fjórða sæti deildarinnar með 41 stig en Real Madrid er með 48 stig og Girona 49 en hefur leikið leik meira.
Flestir eru að búast við því að baráttan verði á milli Real og Girona en það síðarnefnda hefur komið öllum á óvart í vetur.
Girona var spáð sæti í neðri hlutanum fyrir tímabilið en hefur hingað til aðeins tapað einum leik líkt og Real.
,,Við mætum inn í seinni hálfleik tímabilsins fullir af jákvæðni. Staðan er ekki auðveld því það er mikið bil á milli okkar og Real Madrid og Girona,“ sagði Xavi.
,,Við erum hins vegar handvissir um það að við getum ennþá unnið La Liga og það er það sem við munum reyna.“