Harry Kane býst við því að Kieran Trippier sé á leið til Bayern Munchen samkvæmt þýskum miðlum.
Bild greinir á meðal annars frá þessu en Trippier er sterklega orðaður við þýska stórliðið í janúarglugganum.
Trippier er á mála hjá Newcastle en hann er fyrrum leikmaður Tottenham og lék þar með Kane í langan tíma áður en hann hélt til Atletico Madrid.
Trippier er ekki til sölu samkvæmt nýjustu fregnum á Englandi en þýskir miðlar segja að miklar líkur séu á að hann endi í Þýskalandi í glugganum.
Trippier og Kane þekkjast vel bæði eftir dvöl saman hjá Tottenham og í enska landsliðinu en sá síðarnefndi samdi við Bayern í sumar.
Bakvörðurinn ku sjálfur vera opinn fyrir því að færa sig til Þýskalands en er einnig sáttur hjá Newcastle og mun ekki þvinga félagið í að selja sig.