Manchester United þarf að losna við vængmanninn Antony sem fyrst sem hefur ekki staðist væntingar hjá félaginu.
Þetta segir Dwight Yorke, fyrrum leikmaður liðsins, en Antony kom til United frá Ajax á sínum tíma og kostaði risaupphæð – hingað til hefur hann ekki skorað mark á tímabilinu.
United þarf að sætta sig við tap þegar kemur að þessum kaupum en Antony er alls ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins.
,,Leikmenn eins og Antony þurfa að skilja það að þeir eru ekki að standast væntngar. Þetta eru erfiðir tímar og ég vorkenni honum,“ sagði Yorke.
,,Þetta er hins vegar á hans ábyrgð og ábyrgð félagsins, ef hlutirnir ganga ekki upp. Félagið þarf að losa sig við þessa leikmenn sem fyrst eða það verður í sömu stöðu á hverju einasta ári.“
,,Að fá til sín miðlungs leikmenn sem skrifa undir langtímasamninga er ekki leiðin, þeir eru ekki að skila því sem við búumst við.“