Al-Ettifaq í Sádi Arabíu er nú þegar byrjað að leita af eftirmanni Jordan Henderson sem hefur yfirgefið félagið.
Henderson samdi við Al-Ettifaq í sumar og kom frá Liverpool en fann sig ekki í Sádi og er farinn til Ajax.
Samkvæmt Fabrizio Romano er Al-Ettifaq nú að horfa til Everton og vill fá miðjumanninn Abdolaye Doucoure.
Doucoure hefur staðið sig mjög vel með Everton í vetur en myndi fá verulega launahækkun í Sádi ef hann semur þar í landi.
Þessar fréttir koma mörgum á óvart en Doucoure er 31 árs gamall og hefur leikið með Everton undanfarin fjögur ár.