Það var óvæntur gestur mættur á leik Arsenal og Crystal Palace í gær sem fór fram í ensku úrvalsdeildinni.
Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, var mættur í stúkuna og sá Arsenal vinna sannfærandi 5-0 heimasigur.
Sögusagnir eru nú á kreiki að Potter gæti verið að taka við Palace en hann var rekinn frá Chelsea á síðasta ári.
Englendingurinn er orðaður við þónokkur störf en einnig má nefna Lyon, West Ham og Manchester United.
Potter hefur verið án félags síðan í apríl 2023 og hafnaði því að taka við sænska landsliðinu á dögunum.
Gengi Palace hefur ekki verið gott á þessu tímabili og er starf Roy Hodgson talið vera í töluverðri hættu.