Brentford 3 – 2 Nott. Forest
0-1 Danilo (‘3)
1-1 Ivan Toney (’19)
2-1 Ben Mee (’58)
2-2 Chris Wood (’65)
3-2 Neal Maupay (’68)
Ivan Toney sneri aftur í lið Brentford í dag sem mætti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Toney hefur ekkert spilað á þessu tímabili en hann var dæmdur í bann í fyrra vegna veðmálabrota.
Englendingurinn minnti á sig í dag og jafnaði metin fyrir Brentford á 19. mínútu fyrri hálfleiks.
Brentford vann leikinn 3-2 að lokum en fallegt mark Neal Maupay sá um að tryggja öll stigin.