Frakkar unnu sjö marka sigur á íslenska landsliðinu á EM í handknattleik nú fyrir stundu. Segja má að Ólympíumeistararnir hafi verið of stór biti fyrir strákana okkar í dag.
Jafnræði var með liðunum til að byrja en í stöðunni 4-4 tóku Frakkar á rás og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 8-4.
Íslendingar létu þó Frakka ekki stinga sig af og hafa sýndu frábæra baráttu og náðu reglulega minnka muninn niður í tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Frakkar náðu hins vegar að skora síðasta mark hálfleiksins þegar nokkrar sekúndur lifðu og fóru með þriggja marka forystu í hálfleik – 17 -14.
Sá munur hélst síðan út leikinn en um tíma virtust Íslendingar ætla að gera leikinn spennandi. Sérstaklega munaði þar um innkomu Hauks Þrastarsonar sem minnkaði muninn niður í þrjú mörk þegar skammt var eftir. En Frakkar náðu svo áhlaupi í lokin og enduðu með að tryggja sér sannfærandi sjö marka sigur.
Þá var ánægjulegt að sjá innkommu Óðins Þórs Ríkharðssonar sem varð markahæstur í liðinu sem sex mörk eins og Elliði Snær Viðarsson og Viggó Kristjánsson. Þá skoraði Haukur Þrastarson fjögur glæsileg mörk.
Þetta er því miður leikur kattarins að músinni 🥲 #emruv
— Sveinn Olafsson 🇮🇸 (@svenniola) January 20, 2024
vel varið 👀#emruv pic.twitter.com/kTrFmcb60x
— Birkir (@birkirh) January 20, 2024
Gott að eiga Hauk í horni #emruv
— Gunnar Andreas Kristinsson (@GunnarAndreasK) January 20, 2024
Þetta er erfitt. Mjög erfitt. Finnst vanta eitthvað dú or dæ attitjút. Fáum of auðveld mörk á okkur og þurfum að hafa mikið fyrir okkar. Ótrúlegt að vera bara þremur undir en gefur okkur smá von. Áfram Ísland #handbolti #emruv
— Gaui Árna (@gauiarna) January 20, 2024
Frakkar eru bestir í því allra þjóða að láta líta út eins og þeir séu alltaf bara að krúsa þægilega í 2-3 gír. Orkusparandi handbolti. #emruv
— Guðmundur Egill (@gudmegill) January 20, 2024
Franska vörnin er frábær #emruv
— Sveinn Olafsson 🇮🇸 (@svenniola) January 20, 2024
Alvöru sirkus 👌 #emruv #handbolti #ehfeuro2024 pic.twitter.com/2ExklDKD5c
— Hrafnkell Helgason (@HrafnkellHelga7) January 20, 2024
Ef þetta er ekki mark mótsins hjá Óðni þá veit ég ekki hvað!!! Loksins gekk eitthvað upp hjá honum!!! 🙌 #emruv
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) January 20, 2024
Elliði tekur UFC á Frakkana í vörninni og skorar í sókninni 👏👏 #emruv
— Sveinn Olafsson 🇮🇸 (@svenniola) January 20, 2024
Það örlaði á fortíðarþrá
Okkur vantar þessa menn aftur í vörnina #EmRuv pic.twitter.com/JQ7bfqSBTD
— Maggi Peran (@maggiperan) January 20, 2024
Held að við þurfum smá íslenska geðveiki inn í þetta og fá Bjögga i markið. #emruv
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) January 20, 2024
Var semsagt tekin ákvörðun um að nota ekki hornamenn? #emruv
— Lobba (@Lobbsterinn) January 20, 2024