fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kim stældi stíl Beckham frá árinu 2006

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. janúar 2024 18:30

Kim Kardashian Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian skellti sér í brekkurnar í Aspen á föstudaginn og stældi stíl Kryddpíunnar Victoriu Beckham frá árinu 2006 með því að klæðast leðurskíðafatnaði frá Chanel.

Um er að 2004 „Limited Edition Hooded Leather Sport Biker“ jakka ( verð 16.920 dalir) og samsvarandi skíðabuxur með axlaböndum (verð 2.780 dalir). Kim er ansi töffaraleg útlits, en það má örugglega deila um hversu hlýr leðurgallinn er í brekkunum. Kardashian var svo í langerma bol frá eigin vörumerki, Skims, og með hálsbuff, vettlinga, snjóstígvél og hlífðargleraugu. 

Beckham deildi mynd af sér frá Aspen árið 2006 á Instagram árið 2021 og var hún jafnframt með par af Chanel skíðastöngum og samsvarandi merkjaskíði. Kim stældi því ekki stílinn alla leið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kim Russell (@thekimbino)

Viðstaddir tóku eftir því að Kim var hjálmlaus í brekkunum, á meðan móðir hennar, Kylie Jenner, og systur hennar, Khloé Kardashian og Kendall Jenner, voru allar með þennan mikilvæga öryggisbúnað á hausnum. Tóku þær eigin allar praktískari nálgun á skíðafatnaðinn en Kim.

Mæðgurnar fóru út að borða í Aspen á fimmtudag í fylgd fjölmenns tökuliðs og má því ætla að sýnt verða frá ferðinni í raunveruleikaþáttum þeirra, Keeping Up With The Kardashians.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?